Reynsla eftir 50 ár

Við erum fagfólk fram í fingurgóma og leggjum metnað í allt sem við gerum. Markmið okkar er að gera hverja heimsókn í Grillið að ógleymanlegri upplifun. Við höfum starfað í yfir 50 ár og þekkjum því einfaldlega söguna og gæðin.

Grillið – alltaf á toppnum

Í Grillinu er dekrað við skynfærin, afbragðsréttir og eðalvín gæla við bragðlaukana og stórkostlegt útsýnið yfir borgina er sannkallað augnakonfekt. Þess vegna er Grillið alltaf á toppnum!

Matreiðslumeistarar 

Sigurður Helgason er yfirmatreiðslumaður Grillsins.  Hann keppti fyrir Íslands hönd í Bocuse d'Or 2015 með frábærum árangri en hann lenti í 8 sæti. Þetta er mikill heiður og við gætum ekki verið stoltari af okkar manni.
Sigurður hóf feril sinn á veitingahúsinu Perlunni árið 1998.  Hann var valinn matreiðslunemi ársins árið 1999 og útskrifaðist með hæstu einkunn árið 2001. Á árunum 1999 – 2001 starfaði Sigurður hjá Forseta embætti Íslands við veislu undirbúning undir sterkri leiðsögn Sturlu Birgissonar. Meira um Sigurð Helgason 

Með Sigurði í eldhúsinu starfar Atli Þór Erlendsson aðstoðar yfirmatreiðslumaður.

Atli Þór er "alinn" upp á Hótel Sögu en hann vann hér sem matreiðslunemi árið 2008 og verið í Grillinu síðan í desember 2011. Atli Þór tók við sem aðstoðarmatreiðslumaður Grillsins í maí 2012.  Hann var kosin matreiðslumaður ársins 2015.

Hann tók þátt í Bocus d'Or keppninni árið 2010 og 2011 sem aðstoðarmaður Þráins Freys Vigfússonar og fékk gullverðlaun með UKÍ á Írlandi árið 2011. 

 

Matreiðslustefna Grillsins


Sigurður hefur fengið að móta matreiðslustefnu Grillsins sem er létt og nútímaleg.  Haft er að leiðarsljósi að hráefni fái að njóta sín til fulls, hrein brögð, árstíðir, framandi rétti með fullum skilning á brögðum og bragðsamsetningum. Umfram allt er einfaldleikinn ,hrein matreiðsla og jöfn gæði að hrífa okkar gesti.
Matseðlar eru skapaðir með það í huga að nota eingöngu hágæða hráefni sem er það ferskasta hverju sinni og einnig erum við í góðu samstarfi við íslenska bændur og framleiðendur. Þess vegna breytist matseðils Grillsins ört og t.d. bjóðum við bara uppá humar á sumrin þegar hann er veiddur og lamb á haustin. 

41a298913f7282d1web 518eedbba76f335web 1cb5bfadbfe89b7web 34995c8649cee3a8web

 

Tímalaus hönnun

Árið 2012 varð Hótel Saga hálfrar aldar gömul. Árið eftir fóru fram endurbætur á Grillinu í umsjá Leifs Welding og Berglindar Berndsen og var það fært nær upprunalegu og klassísku útliti sínu. Svokallaðir „kóngastólar“, hannaðir af Halldóri Jónssyni arkitekti hússins, voru yfirdekktir og lagaðir og þjóna nú enn á ný hlutverki sínu í veitingasalnum.

 

_Q1A9135web Picture wallweb Stj_rnumerkinweb

Til að panta gjafabréf hafið samband við söludeild okkar í síma 525-9920 eða smellið hér til að panta á netinu.

Opið alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 17.30.
Eldhúsið lokar kl. 22:00