Grillið er oft á tíðum nefnt “hornskrifstofa með útsýni” af okkur sem dveljum hér til langframa á áttundu hæð Radisson BLU Hótel Sögu í Vesturbænum. Allt frá opnun árið 1962 höfum við verið fordekruð af hinu stórbrotna útsýni yfir borgina, fjallgörðum og hafinu í okkar norðlægustu höfuðborg heims. Við erum sérfróðir fagmenn þegar kemur að íslenskri matargerð og íslenskum hráefnum enda með rúmlega 50 ára reynslu.

Okkar sögulegi bakgrunnur og staðsetning innan borgarinnar hefur gert okkur sérlega vel þekkt meðal borgarbúa og landsmanna. Vesturbær Reykjavíkur er, eins og alkunna er, hljóðlátt og sjarmerandi hverfi sem sameinar íbúabyggð, Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið á einum og sama stað í sátt og samlyndi við náttúruna og æðri máttarvöld.

Radisson Blu Hótel Saga er í þann mund að innleiða nýja nálgun hvað varðar mat og drykk undir áhrifum frá upprunanum og eigendum, Bændahöllinni og bændunum sjálfum.

Við leggjum ríka áherslu á samband okkar við bændur landsins með því að hafa íslenskt hráefni í forgrunni í aðal- sem og aukahlutverkum í okkar matseðlum. Uppruni þess hráefnis sem við notum er vottaður þar sem við trúum á að það auki gæði matarins, til góða fyrir okkar gesti, innlenda sem erlenda. Við erum einnig stolt að segja frá því að allar þær mjólkurvörur sem við notum koma fá Örnu og eru því laktósafríar.

Verandi alþjóðleg hótelkeðja, umföðmum við hina svokölluðu Yes I Can hugsjón. Starfsfólk okkar er sérþjálfað í að veita fyrirtaks þjónustu og sjá til þess að gestir okkar njóti heimsóknar sinnar í Bændahöllinni. Við lofum hæstu mögulegu gæðum á veitingasölum hótelsins, undir vökulu auga veitingastjóra Bændahallarinnar, Sigga Helga.

Siggi er með betri matreiðslumönnum landsins og reynsla hans af matreiðslu, veitingamennsku og íslensku hráefni var verðlaunuð þegar hann, árið 2015, tók þátt í hinni margfrægu Bocuse d´Or matreiðslukeppni í Lyon í Frakklandi. Siggi viðheldur sínu sérlega góða sambandi við bændur landsins sem leiðir til áframhaldandi uppgangs Bændahallar hugsjónarinnar á Hótel Sögu.Nýr yfirkokkur hefur tekið til starfa í Grillinu, en Sigurður Laufdal sem áður var starfandi á Geranium þriggja stjörnu Michelin veitingahúsi í Kaupmannahöfn, hóf störf hjá okkur þann 1. september síðastliðinn. Áður bjó hann í Helsinki þar sem hann starfaði á veitingastaðnum OLO sem er einna stjörnu Michelin stað. Hann hefur unnið keppnina Matreiðslumaður ársins hér á landi og keppt í Bocuse d'Or fyrir Íslands hönd.

Við erum sérlega stolt að segja frá því að það er ekki einvörðungu fólkið í brúnni sem eru sérlegir snillingar í sínu fagi heldur hafa aðrir starfsmenn einnig hlotið hinar ýmsu viðurkenningar fyrir störf sín. Hjá okkur starfa einnig nemar, bæði í framreiðslu og matreiðslu og fá þeir alla þá örvun til landvinninga sem okkur er fært. Sem dæmi þá höfum við innan okkar herbúða sem stendur Kokk ársins 2016, Denis Grbic, Thelmu Hlynsdóttur, sigurvegara norrænu nemakeppninnar í framleiðslu 2016,  sem og matreiðslu- og framleiðslu nema ársins 2017, Hinrik Lárusson & Sigurð Borgar.

Á Grillinu lofum við ekki einvörðungu hið stórkostlega útsýni yfir Reykjavík og nágrenni heldur einsetjum við okkur að gera okkar ýtrasta til að upplifunin verði sem eftirminnilegust hvað mat, drykk og þjónustu varðar. Íslensk matargerð – SKEMMTILEG OG FERSK!

  • SIGGI HELGA

SIGGI HELGA

Sigurður Helgason byrjaði feril sinn í Perlunni árið 1998 og var skömmu síðar tilnefndur matreiðslunemi ársins árið 1999. Árin 1999 til og með 2001 starfaði hann fyrir skrifstofu forseta Íslands sem aðstoðarmaður matreiðslumanns forseta, Sturlu Birgissonar. Siggi útrskifaðist svo árið 2001 með hæstu einkunn. Í gegnum feril sinn hefur hann starfað í Lúxemborg, Englandi, Írlandi og í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í New York við góðan orðstír. Árið 2010 byrjaði hann svo að vinna sem matreiðslumaður á Grillinu og tók síðan við starfi yfirmatreiðslumanns á Grillinu árið 2011. Siggi varð áttundi í hinni margrómuðu Bocuse d´Or matreiðslukeppni í Lyon, Frakklandi árið 2015.

Í febrúarmánuði 2015 varð Siggi svo yfirmatreiðslumeistari Radisson Blu Hótel Sögu með yfirsýn yfir allt veitingasvið hússins.