31.05.2016

Velkomin!

Ég heiti Atli Þór og er yfirmatreiðslumaður í Grillinu. Velkomin á nýju heimasíðuna okkar!


Ég er svo heppinn að mæta daglega til vinnu upp á 8. hæð og ég fullyrði það að Reykjavík er hvergi fegurri en séð úr Grillinu. Enda er ég að austan, svo hvað veit ég....  

En nóg um það.

Matargerðin í Grillinu er mestu leyti létt og nútímaleg. Við segjum gjarnan að það sé í raun hráefnið sem ræður för þegar við setjum saman matseðilinn okkar. Hvað þýðir það?

Jú, við vinnum ,,seasonal“ og reynum eftir fremsta megni að nota þau hráefni sem hver árstíð hefur upp á að bjóða. Til þess að geta staðið við þetta erum við í góðum samskiptum við bændur og aðra framleiðendur víðs vegar um landið. Siggi Helga, frontmaðurinn í Bændahöllinni, fer þar fremstur í fylkingu.

Það er einmitt þetta árstíðabundna hráefnisframboð sem veldur því að við skiptum ört um matseðla. Matseðillinn er stuttur og hnitmiðaður, en við skiptum að jafnaði um rétti 1-2 sinnum í mánuði og hann endurnýjast því um það bil 7-8 sinnum á ári.  Matseðilinn okkar má kynna sér hér.

Á löngum vöktum er nauðsynlegt að það sé gaman að vinnunni. Því reynum við að halda góðum móral innan eldhússins (& veitingasalarins svosem líka...) og við höfum komist að því að það er ótrúlegt hvað góð tónlist getur gert fyrir starfsandann.

Verst að við getum aldrei verið sammála.... þetta er uppáhalds minn í augnablikinu:

El Michels Affair - C.R.E.A.M