31.08.2017

Nýr yfirkokkur í grillinu

 

Við erum stolt að segja frá því að nýr yfirmatreiðslumaður hefur verið ráðinn til starfa á Grillið.

Hann Sigurður Laufdal mætir til leiks þann 1. september næstkomandi beint frá Kaupmannahöfn, en undanfarin ár hefur hann verið starfandi þar, á Geranium, þriggja stjörnu Michelin stað. Áður bjó hann í Helsinki þar sem hann starfaði á veitingastaðnum Olo sem er einnar stjörnu
Michelin staður. Hann hefur unnið keppnina Matreiðslumaður ársins hér á Íslandi og keppt í Bocuse d'Or fyrir Íslands hönd.

Siggi er topp drengur og erum við í skýjunum að fá hann í liðið okkar.

Það eru bjartir og spennandi tímar framundan í Grillinu!