22.07.2016

Krás götumatarmarkaður

Götumatarmarkaðurinn Krás er haldin í Fógetagarðinum í Reykjavík í fimmta skiptið nú í sumar og hefst á laugardaginn.

Grillið tekur þátt í veislunni og þetta árið ætlum við að bjóða upp á reyktan sjóurriða

Við leitumst við að framreiða götumat, gerðan úr sama hráefni og við notum gjarnan á matseðlinum okkar. Svo þótt stíllinn sé ólíkur því sem við gerum dagsdaglega er bragðið það sama! 

 

Sjáumst á Krás á laugardaginn!