01.02.2016

Food & Fun 2016

Jesper er fæddur í litlu þorpi, á vesturströnd Danmerkur, sem nefnist Lemvig. Hann spilaði sem atvinnumaður í billiard í stuttan tíma og vann gull medalíu árið 1990 en fékk síðan starf í eldhúsi á Hótel Homekollen í Osló en þar fann hann ástríðuna og ákvað að læra matreiðslu.

Jesper sneri aftur til Danmerkur árið 2006 og fékk vinnu á veitingarstað í Tívolí garðinum. Árið 2009 fékk hann síðan starf hjá veitingarstaðnum „The Paul“ sem einnig er staðsettur í Tívolí garðinum og starfaði þar, þar til staðnum var lokað árið 2011.

Paul Cunningham, bauð honum síðar starf hjá Henne Kirkeby Kro, þar sem hann starfar enn daginn í dag.

Fyrir utan matreiðsluna, þá er Jesper einnig áhugamaður um ljósmyndun og siglingar.