26.02.2018

Food and Fun !

Grillið tekur þátt í Food & Fun dagana 28. febrúar – 3. mars. Gestakokkurinn í ár er enginn annar en Magnus Ek. En hann er einn allra þekktasti og virtasti matreiðslumaður Svíþjóðar og Norðurlandanna. Hann er eigandi veitingastaðarins Oaxen í Stokkhólm sem skartar 2 stjörnum í The Michelin Guide. Magnus er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir í matreiðslu og er til að mynda einn af þeim allra fyrstu á norðurlöndunum í að tileinka sér svæðisbundna matreiðslu.

Aðstoðarmaður Magnúsar Ek á Food and Fun er hann Steinar, en hann er Grill-maður í húð og hár. Steinar flutti til Svíþjóðar í fyrra og starfar nú sem sous chef á Oaxen.

Við á Grillinu getum ekki beðið eftir því að taka á móti bæði Magnus Ek, Steinari og gestum okkar á Food and Fun…. Sjáumst!!