15.12.2016

15 ELÍSA

Það er betra að vera sein og sæt en fljót og ljót. Það sagði mamma hennar Elísu alltaf við hana. Það er við hæfi að enda þessa staffaseríu á umsjónarmanni hennar – Lísu skvísu.

Elísa, eða Tinderella (ekki kalla hana það, það er eingöngu fyrir útvalda) útskrifaðist sem framreiðslumaður í desember 2014 og hefur starfað hjá okkur nánast óslitið síðan. Það er fyrir utan stutta (langa) stund sem hún eyddi í Kínareisu. En komst þó aldrei til Kína.
Það má því segja að hennar helsti draumur sé að komast loksins til Kína.

Elísa hefur óstjórnlegan áhuga á kampavíni, súkkulaði og kaffidrykkju. Uppáhalds liturinn hennar er fjólublár og uppáhalds bíómyndin er Monsters Inc. Skrítið?

Elísa er í meistaranámi og verður löggiltur meistari næsta vor.

Gefið Lísu læk!