01.12.2016

13 ARNAR

Þett’er Arnar, aka Addi eða Arsi eins og hann er stundum kallaður í eldhúsinu. Hann byrjaði að vinna á Hótel Sögu í maí 2012.
Arnar hefur ánægju af útiveru allskonar og þá sérstaklega veiði, fjallgöngu og körfubolta – kemur það líka fyrir að hann skelli sér út í garð að rifja upp gömul júdó-múv. Strákurinn er ávallt til í gott grin, sem er nú í lagi svo lengi sem það fer ekki út í sprell.

Uppáhalds bíómyndin hans er Happy Feet og eru það þá helst mexíkönsku mörgæsirnar sem heill’ann.
Hann Arnar er örvhentur – en stendur sig bara ágætlega miðað við aðstæður og hann á meira að segja hníf sem er sérstaklega hannaður fyrir fólk með þessa örðugleika.  

Gefið Arnari læk!