10.11.2016

10 BJARKI

Þetta er hann Bjarki, aka Panda. Hann er matreiðslunemi hjá okkur hérna Grillinu en hefur unnið á hótelinu síðan í maíbyrjun 2015.

Bjarki hefur mikla unun af starfi sínu og er nú á “pastry” stöðinni hjá okkur – sem gefur honum augljóslega möguleika á því að nota hina stórkostlegu pikk-öpp línu: “ég vinn við það að baka sæta hluti á hverjum degi en ég hef aldrei séð neitt jafn sætt og þig”! Það ma þó deila um virkni hennar... Bjarki hefur allajafna verið talinn til kurteisustu manna og þakkar alltaf fyrir sig, hvort sem það kann að vera eftir sörvis eða í meira persónulegum aðstæðum…

Lang, lang, lang, lang uppáhalds tónlistamaður Bjarka er Emmsjé Gauti og hikar hann ekki við það að blasta Gauta inní eldhúsi ef hann fær færi á því.

Bjarki stefnir á það að útskrifast sem matreiðslumaður vorið 2018.

Gefið Bjarka læk!