24.11.2016

08 NICKOLAI

Kallaður Nikki, nema sé verið að skamm’ann. Hann Nikki er kokkanemi hjá okkur á Hótel Sögu og hefur verið það síðan í ársbyrjun 2015.

Nikki er sérstakur áhugamaður um splatter-kvikmyndir og eru Ichi The Killer og Hostel 1 & 2 efst á lista hjá honum þessa dagana.

Hann hlustar nánast eingöngu á hugljúft R&B og bæði syngur og dansar með af mikilli innlifun við hvert tækifæri.
Nikki nýtur þess að vera miðpunktur athyglinnar og er yfirleitt fyrstur upp á borð með bindi utan um hausinn í partýum.

“Af hverju eru þið að ráða skemmtikraft í staffapartýið ykkar þegar þið hafið þennan efnilega unga mann í starfi?” – Emmsjé Gauti #WordsToLiveBy

Nikki stefnir á að útskrifast sem matreiðslumaður árið 2018.

Gefið Nikka læk!