27.10.2016

08 GÍSLI

Þetta er hann Gísli. Gísli er veitingastjóri- & vínþjónn Grillsins – hann á meira að segja alvöru Sommelier nælu og allt. Hann hefur vissulega sterkar skoðanir á tja.. eiginlega öllu því sem sett er fyrir framan hann (og alveg ábyggilega þessu, þar sem hann ritskoðar þennan texta (búinn!)).

Til gamans má geta að hann hefur óbeit á rósavínum (og Rioja!) – en er þó með tvennskonar rósavín í vínpörununni með 7 rétta seðlinum, sparkling & still, þegar þessi orð eru rituð, sem og Rioja vín!

Gísli hefur endalausan áhuga á bílum og er alltaf á einhverju nýju, eða allavega á 6 mánaða fresti því „það er alveg ófært að vera á sama bíl í meira en hálft ár“ – Gísli. Einnig á hann sportbíl og 3 mótorhjól – proper gúmmítöffari hér á ferð, það er alveg augljóst!

Gefið Gísla læk!