17.11.2016

07 ANDRI

Þetta er hann Andri, eða Diddi eins og hann er kallaður í eldhúsinu hjá okkur á Grillinu. Diddi byrjaði að læra kokkinn hjá okkur í ágúst 2015.
Hann er mikið jólabarn og byrjaði að blasta jólatónlist í byrjun nóvember – öllum til mikillar gleði (eða ekki). Helst af öllu vill hann hlusta á Jóhönnu Guðrúnu, Helgu Möller og Frostrósir – að ógleymdri tímalausu klassíkinni “Jólahjól” með Sniglabandinu.

Diddi hefur ýmsa hæfileika í lífinu; hann drekkur stóran bjór á 3 sekúndum og hann getur drukkið óhóflegt magna af Euroshopper orkudrykkjum og lifað til þess að segja frá því.

Gaman að segja frá því að hann Diddi er eldri bróðir hans Bjarka sem skrifað var um síðasta fimmtudag.
Diddi stefnir að því að útskrifast sem matreiðslumaður árið 2019.

Gefið Didda læk!