20.10.2016

05 ÁSTA

Ásta, aka Ástus Maximus, er framreiðslunemi hjá okkur hérna í Grillinu og hefur verið það frá vetri 2013. Hún er sérlegur aðdáandi teiknimynda í öllum formum og finnst ekkert meira næs en að tylla sér upp í sófa og horfa á myndir með eina sveitta slæsu í hendi.

Hún hefur gaman af því að veiða og mundar iðulega bleika veiðistöng í ánni – sagan segir þó að henni hafi aldrei tekist að landa fisk, en það er svosem önnur saga og málinu óviðkomandi!

Ásta vinnur mikið með orðin „hérna“, „þússt“ og „skiluru“ og mætti segja að það séu svona hennar sterkustu orð.

Hún Ásta stefnir á útskrift, eins og hinir, í júní 2017.

Gefið Ástu læk, skiluru!