06.10.2016

05 HEKLA

Hekla er nýjasta viðbótin í Grill fjölskyldunni, auk þess að vera litla barnið okkar í salnum.

Uppáhalds myndin hennar er teiknimyndin Sausage Party, enda hefur hún sótsvartan húmor...

Hún hefur unun af kokteil gerð og er einnig sérlegur áhugamaður um “smökkun” þeirra.

Ef einhverjum vantar eitthvað einhversstaðar á hótelinu – talið við Heklu. Hún virðist vita öll leyndarmál sem Hótel Saga hefur að geyma, og má taka sem dæmi að hún gjörsamlega opnaði nýjar víddir fyrir samstarfsfólki sínu með því að vísa þeim á „leyni klósett“ sem enginn, nema Hekla, hafði hugmynd um.

Hekla stefnir á að útskrifast með honum Lúlla okkar sem framreiðslumaður í júní 2017.

Gefið Heklu læk!