13.10.2016

04 DENIS

Denis, aka Kokkur ársins 2016, aka Klikkaði Króatinn, er Sous Chef hjá okkur hér á Grillinu.

Hann er mikill fótboltaunnandi og styður Liverpool af heilum hug (augljóslega) og ver frítíma sínum í að þjálfa fótboltalið í 4. deild. Það gengur alveg ágætlega sko – að eigin sögn að minnsta kosti!

Hann Denis er með eftirnafn sem vill flækjast fyrir fólki, Grbic – það er í raun borið fram nákvæmlega eins og það er skrifað, ekkert flóknara en það. Það hafa samt komið upp atvik þar sem nafn allra viðstaddra hefur verið lesin upp að fullu en þegar kemur að Denna er aðeins fyrsta nafn kallað – oggolítið awkwaaard...

Hann hefur lengi verið partur af fjölskyldunni, en hann byrjaði að nema matreiðslu á Hótel Sögu árið 2010 og útskrifaðist svo í desember 2013.

Gefið Denis læk!