29.09.2016

04 ATLI

Atli er yfirkokkur Grillsins. Þessi eðalmaður gerði sér lítið fyrir og vann keppnina “Matreiðslumaður Ársins” árið 2015.

Hann Atli er áberandi flottur gæji og er að fara að taka þátt í Ólympíuleikunum í matreiðslu með kokkalandsliðinu núna í enda árs 2016. Svo er hann líka svo góður í stærðfræði og stafsetningu sjáiði til – alltaf nauðsynlegt að hafa einn þannig við höndina.

Mikilvægasta áhaldið innan eldhússins segir Atli hiklaust vera skeið – hann er heldur ekkert að grínast með það að hann þekkir sínar skeiðar og verður alveg æfur ef hann sér að eina vanti.

Uppáhalds lagið hans er Africa með Toto og uppáhalds bíómyndin er Die Hard 1, og 2, hann getur ómögulega gert upp á milli sko.

Gefið Atla læk!