22.09.2016

03 HINRIK

Hann Hinni er stórstjarna og eðalspaði í alla staði - kemur frá Selfossi og hagar sér stundum eilítið eftir því. Gaman að segja frá því að hann var krýndur Grillmeistarinn á Kótilettunni árið 2016, og deilir hann þeim titli stoltur með þónokkrum öldruðum húsmæðrum á Selfossi.

Hinni, aka Hinni flotti, staðhæfir það að hann hafi aldrei tapað í Frúin í Hamborg, og segir hann það vera sitt mesta stolt.

Hinni er aðstoðarmaður í hinni alræmdu og virtu matreiðslukeppni Bocuse d‘Or og fer út að keppa fyrir Íslands hönd í janúar 2017.
Ekki má gleyma því að hann var matreiðslunemi ársins 2015.

Vegna þess hve aktífur hann Hinni er, hefur hann tekið þátt í hinum og þessum keppnum og hefur útskriftin hans af þeim sökum því miður frestast örlítið og hefur hann verið titlaður „Eilífðarneminn...“

Hann stefnir þó á að útskrifast sem matreiðslumaður fyrir árið 2023...

Gefið Hinna læk!