08.09.2016

01 LÚÐVÍK

Þetta er hann Lúðvík, oftast kallaður Lúlli, og stundum Snúlli – það útskýrir sig sjálft ef þið hittið hann.

Hann Lúlli er forfallinn Pokémon Go aðdáandi og eyðir öllum lausum stundum í að ráfa um götur Vesturbæjar í endalausri leit sinni að nýjum Pokémonum.

Lúlli elskar kaffi og það má segja að hann drekki kaffi í örlítið meira magni en hóflegt þykir – honum finnst það bara svo gott.

Einnig er gaman er að segja frá því að hann er sérstakur áhugamaður um kaffið frá Reykjavík Roasters og er einstaklega laginn við að hella uppá það kaffi sem við bjóðum uppá frá þeim.
Lúlli stefnir á að útskrifast sem framreiðslumaður í júní 2017.

Gefið Lúlla læk!