Seyðandi Frískleiki

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlegu hráefni, eldað af margrómuðum og verðlaunuðum matreiðslumönnum okkar. Grillið býður einstaka heildarupplifun í mat og drykk í fallegu umhverfi sem rennur seint úr minni.

Í boði eru vín frá hinum ýmsu heimshornum sem og íslenskir bjórar og aðrir drykkir. Valið stendur á matseðil sem er fáanlegur með eða án vínpörunar til að fullkomna upplifunina.

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður för í þeim efnum.

OPIÐ

Þriðjudag til laugardags

18:00 – 22:00

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

  • Fréttir!
  • White Guide Nordic
  • #Grillið á Instagram

Fréttir!

16.03.2017

Bocuse d´Or Kvöld

Viktor Örn Andrésson náði 3. sæti í keppninni Bocuse d’Or í janúar síðastliðnum.

Viktor er margverðlaunaður og var meðal annars matreiðslumaður ársins 2013 og matreiðslumaður norðurlandanna 2014.
Í tilefni þess höfum við fengið Viktor í samstarf þann 1. apríl á sérstöku Bocuse d’Or kvöldi, ásamt okkar frábæra teymi.

Saman hafa þeir Viktor og Siggi Helga, Bocuse d’Or fari 2015 og þjálfari Viktors í keppninni 2017, útbúið sérstakan matseðil úr hráefnum sem þeir voru að vinna með í keppninni á sínum tíma. Matseðillinn verður einungis framreiddur þetta eina kvöld.

MATSEÐILL:

00        Villisveppa hraun. Reyktur þorskur & sýrð agúrka. Ísbúa flögur.

01       Sjóurriði, ostrur, laukar & dill vinaigrette - 2015

02       Andalifur, grísaskankar, seljurót & blaðlaukur - 2014

03       Bocuse bronze „vegan“, Jarðskokkar, rauðrófur, epli & lauk gljái - 2017

04       Bocuse bronze „Bresse kjúklingur & humar“ Bresse kjúklingaleggir, andalifrar- og
jarðsveppa kúla, gulbeður, kartöflur, kjúklinga- og humargljái - 2017

05        Skyr, aðalbláber & kryddjurtir

Matseðill 12.900 kr.

Vínpörun 12.600 kr.

White Guide Nordic

WHITE GUIDE NORDIC VAR GEFIÐ ÚT ÞANN 31. OKTÓBER SÍÐASTLIÐINN OG GRILLIÐ VAR NÚMER 2 Á LISTA YFIR BESTU VEITINGASTAÐI LANDSINS.
VIÐ ERUM VIRKILEGA ÞAKKLÁT FYRIR VIÐURKENNINGUNA – OG AUGLJÓSLEGA HRIKALEGA STOLT AF TEYMINU OKKAR FYRIR ÞENNAN ÁRANGUR!

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram og notið #grillið til að birtast í myndasafni okkar !