Upplifun á hærra plani

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlega hráefni.

Við öflum fanga í náttúrunni og viljum koma gestum okkar í tengsl við uppruna matarins. Enginn hluti ferlisins fram að því að diskurinn er borinn fram er okkur óviðkomandi. Við myndum milliliðalaust samband við bændur og fáum þá til að sérrækta fyrir okkur afurðir. Við leggjum áherslu á fjölbreytt hráefni og einfalda matargerð þar sem fegurð hráefnisins fær að njóta sín. Með óvæntum samsetningum myndum við öðruvísi bragð.

Valið stendur á milli "a la carte" matseðils Grillsins eða 4 rétta matseðils sem er fáanlegur með eða án vínpörunar til að fullkomna upplifunina. Á Grillinu bjóðum við uppá vín frá hinum ýmsu heimshornum, ásamt fjölbreyttu úrvali af lífrænum vínum sem og íslenskum bjórum. 

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður för í þeim efnum.

OPIÐ

Þriðjudaga - Laugardaga

18:00 – 22:00

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

Við minnum á að 8 manns eða fleiri eru skilgreindir
sem hópur og fara því í 4.rétta seðilinn okkar.

  • Fréttir!
  • #Grillið á Instagram

Fréttir!

26.02.2018

Food and Fun !

Grillið tekur þátt í Food & Fun dagana 28. febrúar – 3. mars. Gestakokkurinn í ár er enginn annar en Magnus Ek. En hann er einn allra þekktasti og virtasti matreiðslumaður Svíþjóðar og Norðurlandanna. Hann er eigandi veitingastaðarins Oaxen í Stokkhólm sem skartar 2 stjörnum í The Michelin Guide. Magnus er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir í matreiðslu og er til að mynda einn af þeim allra fyrstu á norðurlöndunum í að tileinka sér svæðisbundna matreiðslu.

Aðstoðarmaður Magnúsar Ek á Food and Fun er hann Steinar, en hann er Grill-maður í húð og hár. Steinar flutti til Svíþjóðar í fyrra og starfar nú sem sous chef á Oaxen.

Við á Grillinu getum ekki beðið eftir því að taka á móti bæði Magnus Ek, Steinari og gestum okkar á Food and Fun…. Sjáumst!

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram og notið #grillið til að birtast í myndasafni okkar !