SEIÐANDI FRÍSKLEIKI

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlegu hráefni, eldað af margrómuðum og verðlaunuðum matreiðslumönnum okkar. Grillið býður einstaka heildarupplifun í mat og drykk í fallegu umhverfi sem rennur seint úr minni.

Í boði eru vín frá hinum ýmsu heimshornum sem og íslenskir bjórar og aðrir drykkir. Valið stendur á milli 4 rétta eða 7 rétta matseðils sem er fáanlegur með eða án vínpörunar til að fullkomna upplifunina.

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður í raun för í þeim efnum.

White Guide Nordic var gefið út þann 31. október síðastliðinn og Grillið var númer 2 á lista yfir bestu veitingastaði landsins.
Við erum virkilega þakklát fyrir viðurkenninguna – og augljóslega hrikalega stolt af teyminu okkar fyrir þennan árangur!

OPIÐ

Þriðjudag til laugardags

18:00 – 22:00

(Jólalokun verður 23, 24, 31 desember og 1 janúar)

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

  • Fréttir!
  • Jólahátíð í Grillinu
  • #Grillið á Instagram

Fréttir!

01.12.2016

13 ARNAR

Þett’er Arnar, aka Addi eða Arsi eins og hann er stundum kallaður í eldhúsinu. Hann byrjaði að vinna á Hótel Sögu í maí 2012.
Arnar hefur ánægju af útiveru allskonar og þá sérstaklega veiði, fjallgöngu og körfubolta – kemur það líka fyrir að hann skelli sér út í garð að rifja upp gömul júdó-múv. Strákurinn er ávallt til í gott grin, sem er nú í lagi svo lengi sem það fer ekki út í sprell.

Uppáhalds bíómyndin hans er Happy Feet og eru það þá helst mexíkönsku mörgæsirnar sem heill’ann.
Hann Arnar er örvhentur – en stendur sig bara ágætlega miðað við aðstæður og hann á meira að segja hníf sem er sérstaklega hannaður fyrir fólk með þessa örðugleika.  

Gefið Arnari læk!

Jólahátíð í Grillinu

Allt árið um kring er matseðillinn í Grillinu mjög síbreytilegur og lifandi og tekur þ.a.l. reglulegum breytingum, allt eftir framboði á hráefni hverju sinni og árstíð vitanlega. Á því verða engar breytingar yfir hátíðarnar. Litlar breytingar koma til með að verða á jólaseðlinum okkar hvað varðar hráefni, á meðan hann er í gangi, nema brýna nauðsyn beri til.  Á jólaseðlinum mun meðal annars vera að finna, líkt og undanfarin ár, humar, gæs og hreindýr, að ógleymdri jólasíldinni okkar – sem er einn af okkar “signature” réttum og birtist í svipaðri mynd ár hvert. 

Engin skipulögð skemmtiatriði  eru í Grillinu sem slík, enda er kvöldstund hjá okkur heilmikil skemmtun útaf fyrir sig, heldur reynum við að skapa þá sömu upplifun í veitingum og þjónustu, sem við viljum að gestirnir skynji allt árið. DJ set GS & Lísa sjá um tónlistarvalið og reyna að hrista jólastemningu í liðið.

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram og notið #grillid til að birtast í myndasafni okkar !