... alltaf á toppnum!

Á Grillinu leikum við okkur með léttar og nútímalegar útfærslur þar sem bragðsamsetningar,
sköpunargleði og metnaður fá að njóta sín. Við höfum það að leiðarljósi að
hráefnið fái að njóta sín og því erum við eingöngu með það ferskasta á seðli
hverju sinni. 

Við erum fagfólk fram í fingurgóma, þekkjum söguna og gæðin. Okkar markmið í Grillinu er og hefur verið
síðustu 50 árin að gera þína heimsókn til okkar að ógleymanlegri upplifun.Certificate of Excellence
2014 Winner

Food and Fun matseðillinn sló heldur betur í gegn og því verður hann í boði til laugardagsins 7.mars.

Matreiðlsunámskeið með Sigurði Helgasyni verður haldið í Grillinu 9.mars. Einstak tækifæri sem enginn matgæðingur má láta fram hjá sér fara.

Sigurður Helgason hneppti 8.sætið á Bocuse d'Or og Atli Þór Erlendsson var kosin Matreiðslumaður ársins 2015 ! Við erum stolt af okkar mönnum!

Smellið á myndbönd til að fræðast um hvað það er sem gerir Grillið svo einstakt