SEYÐANDI FRÍSKLEIKI

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlegu hráefni, eldað af margrómuðum og verðlaunuðum matreiðslumönnum okkar. Grillið býður einstaka heildarupplifun í mat og drykk í fallegu umhverfi sem rennur seint úr minni.

Í boði eru vín frá hinum ýmsu heimshornum sem og íslenskir bjórar og aðrir drykkir. Valið stendur á milli 4 rétta eða 7 rétta matseðils sem er fáanlegur með eða án vínpörunar til að fullkomna upplifunina.

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður í raun för í þeim efnum.

OPIÐ

Þriðjudag til laugardags

18:00 – 22:00

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

  • Fréttir!
  • #Grillið á Instagram
  • FOOD & FUN FESTIVAL

Fréttir!

22.09.2016

03 HINRIK

Hann Hinni er stórstjarna og eðalspaði í alla staði - kemur frá Selfossi og hagar sér stundum eilítið eftir því. Gaman að segja frá því að hann var krýndur Grillmeistarinn á Kótilettunni árið 2016, og deilir hann þeim titli stoltur með þónokkrum öldruðum húsmæðrum á Selfossi.

Hinni, aka Hinni flotti, staðhæfir það að hann hafi aldrei tapað í Frúin í Hamborg, og segir hann það vera sitt mesta stolt.

Hinni er aðstoðarmaður í hinni alræmdu og virtu matreiðslukeppni Bocuse d‘Or og fer út að keppa fyrir Íslands hönd í janúar 2017.
Ekki má gleyma því að hann var matreiðslunemi ársins 2015.

Vegna þess hve aktífur hann Hinni er, hefur hann tekið þátt í hinum og þessum keppnum og hefur útskriftin hans af þeim sökum því miður frestast örlítið og hefur hann verið titlaður „Eilífðarneminn...“

Hann stefnir þó á að útskrifast sem matreiðslumaður fyrir árið 2023...

Gefið Hinna læk!

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram og notið #grillid til að birtast í myndasafni okkar !

FOOD & FUN FESTIVAL

Uppruna Food & Fun hátíðarinnar má rekja til þess að febrúar og mars mánuðir hafa löngum verið taldir “off-season” eða rólegir mánuðir þegar kemur að ferðamennsku á Íslandi. Á þessum tíma komu færri ferðamenn og talið var að eitthvað þyrfti að aðhafast.

Þeirri hugmynd skaut upp í kollinn hvort að ekki væri upplagt að blása til keppni milli íslenskra og erlendra matreiðslumanna og með dyggum stuðningi Icelandair, Hótel og Matvælaskóla Íslands sem og Reykjavíkurborgar, varð fyrsta hátíðin að veruleika í febrúar árið 2002.

Matreiðslumenn, ýmist frá Bandaríkjunum eða Evrópu, hafa verið boðnir til leiks og í samvinnu við reykvíska veitingastaði, bjóða þeir upp á hóflega verðlagða matseðla þá viku sem hátíðin stendur yfir. Allt frá upphafi hafa erlendir matreiðslumenn sýnt hátíðinni mikinn áhuga og færri komist að en vilja. Þar af leiðandi er Food & Fun hátíðin orðin að alþjóðlega þekktum matarviðburði sem laðar að matreiðslumenn og gesti til Reykjavíkur hvaðanæva af úr heiminum.

Hátíðin hefur allar götur síðan verið vel þekkt erlendis og er orðin að árlegum viðburði, haldin í Reykjavík í febrúar eða mars mánuði.

Grillið tekur þátt í hátíðinni ár hvert – matreiðslumann og matseðil má sjá hér.