Seiðandi Frískleiki

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlegu hráefni, eldað af margrómuðum og verðlaunuðum matreiðslumönnum okkar. Grillið býður einstaka heildarupplifun í mat og drykk í fallegu umhverfi sem rennur seint úr minni.

Í boði eru vín frá hinum ýmsu heimshornum ásamt fjölbreyttu úrvali af lífrænum vínum sem og íslenskir bjórar.  Valið stendur á milli "a la carte" matseðils Grillsins eða 4 rétta matseðils sem er fáanlegur með eða án vínpörunar til að fullkomna upplifunina.

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður för í þeim efnum.

OPIÐ

Þriðjudaga - Laugardaga

18:00 – 22:00

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

Við minnum á að 8 manns eða fleiri eru skilgreindir
sem hópur og fara því í 4.rétta seðilinn okkar.

  • Fréttir!
  • White Guide Nordic
  • #Grillið á Instagram

Fréttir!

26.02.2018

Food and Fun !

Grillið tekur þátt í Food & Fun dagana 28. febrúar – 3. mars. Gestakokkurinn í ár er enginn annar en Magnus Ek. En hann er einn allra þekktasti og virtasti matreiðslumaður Svíþjóðar og Norðurlandanna. Hann er eigandi veitingastaðarins Oaxen í Stokkhólm sem skartar 2 stjörnum í The Michelin Guide. Magnus er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir í matreiðslu og er til að mynda einn af þeim allra fyrstu á norðurlöndunum í að tileinka sér svæðisbundna matreiðslu.

Aðstoðarmaður Magnúsar Ek á Food and Fun er hann Steinar, en hann er Grill-maður í húð og hár. Steinar flutti til Svíþjóðar í fyrra og starfar nú sem sous chef á Oaxen.

Við á Grillinu getum ekki beðið eftir því að taka á móti bæði Magnus Ek, Steinari og gestum okkar á Food and Fun…. Sjáumst!

White Guide Nordic

WHITE GUIDE NORDIC VAR GEFIÐ ÚT ÞANN 31. OKTÓBER SÍÐASTLIÐINN OG GRILLIÐ VAR NÚMER 2 Á LISTA YFIR BESTU VEITINGASTAÐI LANDSINS.
VIÐ ERUM VIRKILEGA ÞAKKLÁT FYRIR VIÐURKENNINGUNA – OG AUGLJÓSLEGA HRIKALEGA STOLT AF TEYMINU OKKAR FYRIR ÞENNAN ÁRANGUR!

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram og notið #grillið til að birtast í myndasafni okkar !