Seyðandi Frískleiki

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlegu hráefni, eldað af margrómuðum og verðlaunuðum matreiðslumönnum okkar. Grillið býður einstaka heildarupplifun í mat og drykk í fallegu umhverfi sem rennur seint úr minni.

Í boði eru vín frá hinum ýmsu heimshornum sem og íslenskir bjórar og aðrir drykkir. Valið stendur á milli 4 rétta eða 7 rétta matseðils sem er fáanlegur með eða án vínpörunar til að fullkomna upplifunina.

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður í raun för í þeim efnum.

Food & Fun 2017

Toni Kostian er fæddur í Helsinki og útskrifaðist frá Perho matreiðslu skólanum árið 2004. Eftir útskrift starfaði hann meðal annars á Luomo (1* Michelin), og G.W.Sundman’s (Bib Gourmand) og sem yfirkokkur á Kaskis í Turku.

Toni lýsir matargerð sinni sem bragðgóðri, einbeittri og fulla af innblæstri.
Hann leggur gríðarlega áherslu á að hráefnið sé í hæsta gæðaflokki og meðhöndlar það þannig að allt sem hann gerir hámarki gæði hráefnisins. Toni beitir aldagömlum aðferðum við varðveislu matvæla, þegar þau eru á réttu stigi, jafnt um sumar sem vor og haust. Hann er á því máli að þetta sé eina leiðin til að vinna með spennandi hráefni yfir vetrarmánuðina þegar ekkert vex í Finnlandi.

Toni var valinn matreiðslumaður ársins í Finnlandi 2016, sem passar vel við Atla Þór, matreiðslumann ársins 2015 og Denis, kokk ársins 2016.

OPIÐ

Þriðjudag til laugardags

18:00 – 22:00

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

  • Food & Fun 2017
  • Fréttir!
  • White Guide Nordic
  • #Grillið á Instagram

Food & Fun 2017

Uppruna Food & Fun hátíðarinnar má rekja til þess að febrúar og mars mánuðir hafa löngum verið taldir “off-season” eða rólegir mánuðir þegar kemur að ferðamennsku á Íslandi. Á þessum tíma komu færri ferðamenn og talið var að eitthvað þyrfti að aðhafast.

Þeirri hugmynd skaut upp í kollinn hvort að ekki væri upplagt að blása til keppni milli íslenskra og erlendra matreiðslumanna og með dyggum stuðningi Icelandair, Hótel og Matvælaskóla Íslands sem og Reykjavíkurborgar, varð fyrsta hátíðin að veruleika í febrúar árið 2002.

Matreiðslumenn, ýmist frá Bandaríkjunum eða Evrópu, hafa verið boðnir til leiks og í samvinnu við reykvíska veitingastaði, bjóða þeir upp á hóflega verðlagða matseðla þá viku sem hátíðin stendur yfir. Allt frá upphafi hafa erlendir matreiðslumenn sýnt hátíðinni mikinn áhuga og færri komist að en vilja. Þar af leiðandi er Food & Fun hátíðin orðin að alþjóðlega þekktum matarviðburði sem laðar að matreiðslumenn og gesti til Reykjavíkur hvaðanæva af úr heiminum.

Hátíðin hefur allar götur síðan verið vel þekkt erlendis og er orðin að árlegum viðburði, haldin í Reykjavík frá 1. til 5. mars 2017.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að því miður eru bókanir á netinu ekki mögulegar þessa daga. Hinsvegar er hæglega hægt er að bóka borð í síma 525 9960.

Fréttir!

12.01.2017

16 GRILLIÐ

Segja má að árið 2016 hafi sko aldeilis verið gott ár fyrir okkur hér á Grillinu.

Árið byrjaði á því að hann Atli okkar tók þátt í Gala Dinner KM og var þar með sinn eigin rétt, verandi Matreiðslumaður Ársins 2015. Sögur segja að hann hafi verið áberandi flottur.
Í febrúar keppti Denis okkar í Kokkur Ársins – segja má að það hafi einnig farið einstaklega vel því Denni labbaði út sem sigurvegari. Eftir keppnina lá leið Denna beint til Danmerkur þar sem hann keppti um Norðurlandatitilinn í matreiðslu í mars.
Í maí var svo undankeppni Bocuse d‘Or haldin í Búdapest þar sem Viktor Örn keppti fyrir Íslands hönd. Aðstoðarmaður hans er enginn annar en Hinrik Örn, en hann er einmitt einn af okkar allra flottustu. Síðan er Siggi Helga auðvitað þjálfari þessa grífurlega flotta teymis.
Strákunum gekk hrikalega vel í Búdapest, höfnuðu í 5. sæti og fengu sérstök verðlaun fyrir fiskréttinn sinn.
Vegna þess hve vel þeir stóðu sig í Búdapest fengu þeir keppnisrétt á aðalkeppni Bocuse d‘Or sem haldin er í Lyon núna í lok janúar.

Hann Atli okkar tók síðan þátt í Ólympíuleikunum í matreiðslu með Kokkalandsliðinu sem fóru fram í Þýskalandi í október síðastliðinn. Þau stóðu sig öll eins og hetjurnar sem þau eru.

Í blálokin á október kom White Guide Nordic út og við hér á Grillinu fengum þann heiður að hafna á þeim lista – og það sem annar besti veitingastaður Íslands, og hástökkvari ársins, stukkum úr níunda sæti árið á undan beint í annað sætið!

2016 var svo sannarlega virkilega gott ár hjá okkur hér á Grillinu og við göngum áberandi flott inn í 2017.

White Guide Nordic

WHITE GUIDE NORDIC VAR GEFIÐ ÚT ÞANN 31. OKTÓBER SÍÐASTLIÐINN OG GRILLIÐ VAR NÚMER 2 Á LISTA YFIR BESTU VEITINGASTAÐI LANDSINS.
VIÐ ERUM VIRKILEGA ÞAKKLÁT FYRIR VIÐURKENNINGUNA – OG AUGLJÓSLEGA HRIKALEGA STOLT AF TEYMINU OKKAR FYRIR ÞENNAN ÁRANGUR!

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram og notið #grillið til að birtast í myndasafni okkar !