Upplifun á hærra plani

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlega hráefni.

Við öflum fanga í náttúrunni og viljum koma gestum okkar í tengsl við uppruna matarins. Enginn hluti ferlisins fram að því að diskurinn er borinn fram er okkur óviðkomandi. Við myndum milliliðalaust samband við bændur og fáum þá til að sérrækta fyrir okkur afurðir. Við leggjum áherslu á fjölbreytt hráefni og einfalda matargerð þar sem fegurð hráefnisins fær að njóta sín. Með óvæntum samsetningum myndum við öðruvísi bragð.

Valið stendur á milli "a la carte" matseðils Grillsins eða 4 rétta matseðils sem er fáanlegur með eða án vínpörunar til að fullkomna upplifunina. Á Grillinu bjóðum við uppá vín frá hinum ýmsu heimshornum, ásamt fjölbreyttu úrvali af lífrænum vínum sem og íslenskum bjórum. 

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður för í þeim efnum.

OPIÐ

Miðvikudaga - Laugardaga

18:00 – 22:00

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

Við minnum á að 8 manns eða fleiri eru skilgreindir
sem hópur og fara því í 4.rétta seðilinn okkar.

  • Fréttir!
  • #Grillið á Instagram

Fréttir!

25.05.2018

Breyttur opnunartími

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Grillið á 8. Hæð Hótel Sögu mun frá og með 30 maí n.k. marka sér en frekari sérstöðu á íslenskum veitingamarkaði. Sætum verður fækkað í 40 en það býður upp á aukin tækifæri fyrir yfirmatreiðslumeistarann Sigurð Laufdal í að hanna samsetta seðla til að auka enn frekar upplifun gesta Grillsins.  Nýr opnunartími verður miðvikudaga til laugardaga 18:00-22:00. 

Fræðist nánar um matarstefnu Hótel Sögu hér.

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram og notið #grillið til að birtast í myndasafni okkar !