Seyðandi Frískleiki

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlegu hráefni, eldað af margrómuðum og verðlaunuðum matreiðslumönnum okkar. Grillið býður einstaka heildarupplifun í mat og drykk í fallegu umhverfi sem rennur seint úr minni.

Í boði eru vín frá hinum ýmsu heimshornum sem og íslenskir bjórar og aðrir drykkir. Valið stendur á matseðil sem er fáanlegur með eða án vínpörunar til að fullkomna upplifunina.

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður för í þeim efnum.

OPIÐ

Alla daga 

18:00 – 22:00

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

Við minnum á að 8 manns eða fleiri eru skilgreindir
sem hópur og fara því í hópaseðilinn okkar.

  • Fréttir!
  • White Guide Nordic
  • #Grillið á Instagram

Fréttir!

03.04.2017

Breytingar yfir sumarið

Elsku vinir og félagar.

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda hér innanhúss tilkynnum við ykkur að í maí munum við auka opnunartíma okkar og hafa opið öll kvöld vikunnar.
Jafnframt munu 7 rétta gjafabréfin eingöngu gilda til og með 30. apríl nk.

Bestu kveðjur,
Team GRILLIÐ

White Guide Nordic

WHITE GUIDE NORDIC VAR GEFIÐ ÚT ÞANN 31. OKTÓBER SÍÐASTLIÐINN OG GRILLIÐ VAR NÚMER 2 Á LISTA YFIR BESTU VEITINGASTAÐI LANDSINS.
VIÐ ERUM VIRKILEGA ÞAKKLÁT FYRIR VIÐURKENNINGUNA – OG AUGLJÓSLEGA HRIKALEGA STOLT AF TEYMINU OKKAR FYRIR ÞENNAN ÁRANGUR!

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram og notið #grillið til að birtast í myndasafni okkar !