Upplifun á hærra plani

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlega hráefni.

Við öflum fanga í náttúrunni og viljum koma gestum okkar í tengsl við uppruna matarins. Enginn hluti ferlisins fram að því að diskurinn er borinn fram er okkur óviðkomandi. Við myndum milliliðalaust samband við bændur og fáum þá til að sérrækta fyrir okkur afurðir. Við leggjum áherslu á fjölbreytt hráefni og einfalda matargerð þar sem fegurð hráefnisins fær að njóta sín. Með óvæntum samsetningum myndum við öðruvísi bragð.

Valið stendur á milli 4 rétta eða 6 rétta matseðils sem er fáanlegur með eða án vínpörunar eða djúspörunar til að fullkomna upplifunina. Á Grillinu bjóðum við uppá vín frá hinum ýmsu heimshornum, ásamt fjölbreyttu úrvali af lífrænum vínum sem og íslenskum bjórum. 

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður för í þeim efnum.

OPIÐ

Miðvikudaga - Laugardaga

18:00 – 21:00

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

  • #Grillið á Instagram
  • Fréttir!

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram 

Fréttir!

25.06.2018

Gestakokkar á Grillinu

Grillið mun fá til sín gestakokka næstkomandi helgi 29 – 30 júní 2018. Matseðillinn er hannaður af gestakokkunum Anders Erlandsson og Antta Lukkari ásamt Sigurði Laufdal yfirmatreiðslumanni á Grillinu. Allir störfuðu þeir saman á veitingastaðnum Geranium í Kaupmannahöfn. Í dag starfar Antti sem pastry chef á Frantzén í Stokkhólmi og Anders starfar sem sous chef á Format í Kaupmannahöfn. Starfsfólk Grillsins er gríðarlega spennt fyrir komandi helgi og hlakkar til að taka á móti gestum sínum í þessa einstöku matarupplifun.


Matseðill:

Kóngakrabbi eldaður í byggolíu, hnúðkál og hörpuskeljarhrogn.
Hvítur aspas, ertur og wasabi.
Stökkir jarðskokkar, kjúklingalifur og aðalbláber.

Kartöflubrauð með kóngasveppasmjöri og bökuðu hvítlaukskremi

Pipar krabbi, laukar og lompa
Bleikja, kavíar og kræklingur
Norsk hörpuskel, spekk, fennel og stökkur trufflu þari
Skötuselur, smá gúrka, steinselja, mysa og bonito
Grilluð og gljáð nautarif, rifsber, hvönn og greni krem
Sólberja og furu ís smakkaður til með chartreause
Lífræn mjólk, rabarbari og mjaðjurt

Rósir og karamella

Ylliblóm og jarðarber

Matseðill kr.15900