SEYÐANDI FRÍSKLEIKI

Njótið einstaks útsýnis yfir Reykjavík, nærliggjandi fjallgarða, til sjávar og sveita, svo langt sem augað eygir, á meðan notið er matar úr ferskasta fáanlegu hráefni, eldað af margrómuðum og verðlaunuðum matreiðslumönnum okkar. Grillið býður einstaka heildarupplifun í mat og drykk í fallegu umhverfi sem rennur seint úr minni.

Í boði eru vín frá hinum ýmsu heimshornum sem og íslenskir bjórar og aðrir drykkir. Valið stendur á milli 4 rétta eða 7 rétta matseðils sem er fáanlegur með eða án vínpörunar til að fullkomna upplifunina.

Matseðlarnir eru uppfærðir með reglulegu millibili, hráefnið ræður í raun för í þeim efnum.

OPIÐ

Þriðjudag til laugardags

18:00 – 22:00

Það er vissara að panta borð fyrirfram.

  • Fréttir!
  • Jólahátíð í Grillinu
  • #Grillið á Instagram

Fréttir!

20.10.2016

07 ÁSTA

Ásta, aka Ástus Maximus, er framreiðslunemi hjá okkur hérna í Grillinu og hefur verið það frá vetri 2013. Hún er sérlegur aðdáandi teiknimynda í öllum formum og finnst ekkert meira næs en að tylla sér upp í sófa og horfa á myndir með eina sveitta slæsu í hendi.

Hún hefur gaman af því að veiða og mundar iðulega bleika veiðistöng í ánni – sagan segir þó að henni hafi aldrei tekist að landa fisk, en það er svosem önnur saga og málinu óviðkomandi!

Ásta vinnur mikið með orðin „hérna“, „þússt“ og „skiluru“ og mætti segja að það séu svona hennar sterkustu orð.

Hún Ásta stefnir á útskrift, eins og hinir, í júní 2017.

Gefið Ástu læk, skiluru!

Jólahátíð í Grillinu

Allt árið um kring er matseðillinn í Grillinu mjög síbreytilegur og lifandi og tekur þ.a.l. reglulegum breytingum, allt eftir framboði á hráefni hverju sinni og árstíð vitanlega. Á því verða engar breytingar yfir hátíðarnar. Litlar breytingar koma til með að verða á jólaseðlinum okkar hvað varðar hráefni, á meðan hann er í gangi, nema brýna nauðsyn beri til.  Á jólaseðlinum mun meðal annars vera að finna, líkt og undanfarin ár, humar, gæs og hreindýr, að ógleymdri jólasíldinni okkar – sem er einn af okkar “signature” réttum og birtist í svipaðri mynd ár hvert. 

Engin skipulögð skemmtiatriði  eru í Grillinu sem slík, enda er kvöldstund hjá okkur heilmikil skemmtun útaf fyrir sig, heldur reynum við að skapa þá sömu upplifun í veitingum og þjónustu, sem við viljum að gestirnir skynji allt árið. DJ set GS & Lísa sjá um tónlistarvalið og reyna að hrista jólastemningu í liðið.

Grillið byrjar með jólaseðilinn sinn 17 nóvember og jólaseðil má sjá hér.

#Grillið á Instagram

Fylgið okkur á Instagram og notið #grillid til að birtast í myndasafni okkar !